- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Við erum alltaf svo stolt þegar fyrrum nemendur okkar eru að gera garðinn frægan og getum ekki stillt okkur um að fjalla um það.
Að þessu sinni er það Mars Baldurs, nemandi á fjölgreinabraut VMA sem hlaut fyrstu verðlaun í ritlistakeppninni Ungskáld 2022 fyrir smásöguna Þágufallssýki. Hán er á þriðja ári í VMA og stefnir á að ljúka stúdentsprófi næsta vor. Mars segist hafa skrifað reglulega frá fimmtán ára aldri. „Ég reyni að skrifa eitthvað á hverjum degi, aðallega smásögur því mér finnst það form skemmtilegast. Fyrst og fremst eru skriftirnar áhugamálið mitt, þetta byrjaði þannig að ég hafði gaman að því að búa til sögur upp í kollinum á mér en síðan fór ég að skrifa þær niður. Þessi viðurkenning þýðir mikið fyrir mig og er mikil hvatning, nú veit ég að mér er óhætt að halda áfram,“ segir Mars.
Alls bárust 57 verk í Ungskáld 2022 frá 27 þátttakendum.
Ungskáld er verkefni á Akureyri sem gengur út á að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Verkefnið hófst árið 2013 og er það eina sinnar tegundar á landinu. Liður í því er umrædd ritlistakeppni. Engar hömlur eru settar á texta, hvorki varðandi efnistök né lengd. Hann þarf þó að vera á íslensku og áskilið að sé frumsamið hugverk.
Við óskum Mars innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að lesa eitthvað eftir hán sem kemur vonandi út á prenti fyrr en síðar.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is