Umsjónarmaður skólamannvirkja

Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns skólamannvirkja frá og með 1. janúar 2021.

Í starfi umsjónarmanns skólamannvirkja felst meðal annars:

  • Umsjónarmaður er fastur starfsmaður Grunnskóla Húnaþings vestra en vinnutími skiptist milli leikskóla, íþróttamiðstöðvar, tónlistarskóla og félagsmiðstöðvar. Hann lýtur daglegri verkstjórn skólastjóra. Hans aðalstarfsstaður er í Grunnskóla Húnaþings vestra.

  • Umsjónarmaður skal fylgjast með ástandi húsa, lóða og búnaðar skólamannvirkja og annast allt minniháttar viðhald á því.

  • Umsjónarmaður skal hafa eftirlit með ræstingu og sjá til þess að hún fari fram samkvæmt  þeim viðmiðum sem hver stofnun setur.  Hann annast innkaup á hreinlætisvörum sem við á.

  • Umsjónarmaður skal hreinsa snjó frá dyrum grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla og íþróttamiðstöðvar, rusl af leiksvæðum og sjá  til þess að snjór sé fjarlægður af leiksvæðum og gangstígum þegar þörf krefur.

  • Umsjónarmaður skal mæta til vinnu í grunnskólanum áður en starfsemi hefst í skólahúsinu og sjá til þess að allt sé á þann veg að starfsemi geti hafist, svo sem til er ætlast hverju sinni.

Reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði.

Hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg.

Frumkvæði og reglusemi er skilyrði.

Umsóknir ásamt gögnum um fyrri störf og umsagnaraðila berist á netfangið siggi@skoli.hunathing.is í síðasta lagi 26. nóvember 2020, þar má einnig senda fyrirspurnir ef frekari upplýsinga er óskað.



Sigurður Þór Ágústsson

Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra