- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Nemendur 8. bekkjar luku nýverið við að lesa Gunnlaugssögu Ormstungu í íslensku. Hér á eftir fáum við að vita hvað þeim fannst um bókina og hvernig þeim fannst að breyta út af vananum og vinna verkefni á annan hátt en að nota vinnubækur.
„Skemmtileg, spennandi og svolítið sorgleg. Gaman að vinna verkefnið, gaman að gera eitthvað allt annað en bækur!“ Heiða Bára
„Skemmtileg, fræðandi um Gunnlaug og spennandi. Maður lærir mikið af henni, um fortíðina. Skemmtilegt verkefni!“ Tryggvi Nils
„Fín, skemmtilegt að vinna verkefnið. Lærði meira heldur en þegar maður lærir í bókunum!“ Arnar Finnbogi
„Skemmtileg, betri en ég hélt. Bardaginn skemmtilegur og þegar Helgu var komið fyrir í fóstri í staðinn fyrir að hún yrði borin út. Verkefnið var mjög skemmtilegt, skyldi miklu betur t.d ættartréð!“ Orri
„Hún var skemmtileg. Fannst skemmtilegra að vinna verkefni en að vinna í bókinni!“ Alexander Victor
„Hún var fín, gaman að vita hvernig hlutirnir voru í gamla daga. Að vinna verkefnið var miklu skemmtilegra en að vinna spurningar!“ Margrét Ylfa
„Mjög skemmtileg. Gaman að læra um ferðalag Gunnlaugs. Skrítið að pabbarnir fengu að ráða hverjum dæturnar giftust. Mjög skemmtilegt að vinna verkefnið, höfum aldrei gert svona áður í íslensku!“ Máney Dýrunn
„Skemmtileg, fannst gaman að lesa ljóðin. Fannst gaman að vinna spurningarnar og líka að vinna ættartré úr sögunni!“ María Björg
„Skemmtileg saga, fannst hún spennandi. Gaman að vinna við öðruvísi verkefni!“ Hallbjörn Gísli
„Okey, fínt að vinna svona verkefni. Lokabardaginn var mest spennandi!“ Friðrik Alvin
„Skemmtileg og spennandi. Gaman að vinna verkefnið!“ Axel Noi
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is