Tónlistarkennari/píanókennari óskast

Tónlistarskóli Húnaþings vestra auglýsir eftir tónlistarkennara til að kenna á píanó og fleiri greinar auk þess að sinna meðleik og stjórna barnakór. Um er að ræða fullt starf frá og með næsta skólaári.

Tónlistarskóli Húnaþingsv vestra er vel útbúinn skóli, staðsettur í grunnskólanum á Hvammstanga í nýju húsnæði. Nemendur tónlistarskólans eru yfir 70. Skólinn leggur áherslu á samspil af ýmsu tagi, fjölbreytni í tónlist og framþróun í kennsluháttum. Tónlistarskóli og grunnskóli eiga í nánu samstarfi.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og sveigjanleika í starfi.

 

Hæfniskröfur

Viðkomandi þarf að geta kennt á píanó.

Viðkomandi þarf að geta sinnt undirleik.

Viðkomandi þarf að geta stjórnað kór.

Kostur er ef viðkomandi getur kennt á fleiri hljóðfæri og tónfræðigreinar.

Kostur er ef viðkomandi getur kennt tónmennt.

Gott vald á íslensku í ræðu og riti.

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Frumkvæði í starfi.

Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.

 

Menntunarkröfur

Háskólapróf í tónlist skilyrði og/eða tónlistarnám sem nýtist í starfi.

Reynsla af kennslustörfum og meðleik skilyrði.

 

Ferilskrá og kynningarbréf fylgi með umsókn.

 

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2023. Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags (FT eða FÍH).

Nánari upplýsingar um starfið veitir Pálína Fanney Skúladóttir, skólastjóri, netfang palinaf@skoli.hunathing.is eða í síma: 867-7159.

Umsóknum skal skila á alfred.is