Töfrar í textílmennt

6. bekkur hefur verið að vinna með útsaum. Tunguspor, þræðispor, lykkjuspor og krosssaum(hvað eru mörg ess í því). Núna eru flestir byrjaðir á eigin verkefni tengt því sem þau hafa verið að læra út frá útsaumi. Sumir styðjast við bækur, aðrir við gamlar fyrirmyndir. Að telja út og átta sig á stærð og hlutföllum er stór hluti af undirbúningnum þá koma perlur sér vel.