Tilkynning vegna samkomubanns

 

Grunn- og leikskóli verða lokaðir fram að hádegi mánudaginn 16. mars. Leikskóli og frístund opnar kl. 12:00. Ekki verður hádegisverður í skólunum.

Enginn skólaakstur verður á mánudaginn.

Tónlistarskóli verður opinn.

Stjórnendur munu nýta helgina til að skipuleggja skólastarf í samræmi við skilyrði stjórnvalda um skólahald.

Starfsmannafundir verða í skólunum kl. 8:30 á mánudagsmorgun. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með heimasíðum skólanna og tölvupóstum.

Skólastjórnendur.