Til foreldra / forráðamanna vegna foreldrakönnunar

Kæra foreldri/forráðamaður

 

 

Skólinn notar kannanir Skólapúlsins til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því er að spyrja foreldra í skólanum um gæði skólans, samskipti við skólann, virkni í skólastarfi og námið heima fyrir.

 

Þetta bréf er sent til að upplýsa þig um fyrirhugaða gagnasöfnun skólans. Könnun er lögð fyrir foreldra barna á öllum aldursstigum grunnskólans. Búið er til 120 foreldra líkindaúrtak úr lista sem skólinn sendir inn í kerfið í janúar. Í minni skólum eru allir nemendur skólans í úrtakinu. Í þeim tilfellum þar sem tvö tölvupóstföng eru send inn til Skólapúlsins vegna barns er spurningalistanum skipt í tvennt og helmingur listans er sendur á sitt hvort tölvupóstfangið. Öðru hvoru foreldrinu eða báðum í sameiningu er þó frjálst að svara báðum hlutunum.

 

Niðurstöður á yngsta, mið- og unglingastigi eru birtar með samanburði við landsmeðaltal í byrjun mars svo lengi sem 80% svarhlutfalli hafi verið náð. Niðurstöðurnar eru jafnframt notaðar af starfsfólki Skólapúlsins í tölfræðigreiningar m.a. fyrir fræðsluskrifstofur, ráðuneyti og fræðimenn til að auka skilning á þroska og námsaðstæðum nemenda á landsvísu.

 

Vinnsla könnunarinnar uppfyllir skilyrði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga og er í samræmi við GDPR reglugerð Evrópuþingsins. Fjórar leiðir hafa verið þróaðar í því skyni:

ü  Öllum persónuupplýsingum er eytt áður en svörun hefst nema að svarandi biðji sérstaklega um að vera minntur á ef hann gleymir að ljúka könnuninni. Í slíkum tilfellum er persónuupplýsingum sjálfkrafa eytt strax að lokinni svörun.

ü  Allar skeytasendingar eru dulkóðaðar (https:) sem dregur úr líkum á því að hægt sé að hlera svörun um leið og hún á sér stað.

ü  Opin svör eru vistuð aðskilin frá öðrum svörum könnunarinnar sem kemur í veg fyrir að upplýsingar sem koma fram í opnu svari geti á nokkurn hátt verið tengdar svörum við fjölvalsspurningum í könnuninni.

ü  Notkun á vefkökum er takmörkuð, sjá nánar á www.visar.is undir Persónuverndarstefna.

 

Vísar rannsóknir, sem sér um framkvæmd könnunarinnar, er meðlimur ESOMAR, alþjóðasamtaka rannsóknafyrirtækja og vinna samkvæmt siðareglum þeirra. Nánari upplýsingar um öryggisráðstafanir má finna í persónuverndarstefnu á www.visar.is. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir með því að senda póst á personuvernd@visar.is.

 

 

Ef þú er mótfallin því að eiga möguleika á að svara könnuninni, vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu skólans. Nánari upplýsingar um könnunina eru á www.skolapulsinn.is/um. Einnig er hægt að hringja í starfsfólk Skólapúlsins í síma 583-0700 eða senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is.