Þemavika um gamla tímann

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna.
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna.

Í marsmánuði unnu nemendur miðstigs ásamt 4. bekk að verkefnum sem tengdust gömlu íslensku mánuðunum.

Eitt af verkefnunum var að búa til kynningarmyndbönd um gömlu mánuðina og voru myndböndin til sýnis í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna við Reykjaskóla í Hrútafirði á sérstökum kynningardegi sem haldinn var 1. apríl síðastliðinn.

Þessi myndbönd hafa verið sett inn á fréttavef nemenda og má skoða þau hér.