Það er svo mikilvægt að börn og unglingar lesi í sumarfríinu.

Kæru foreldrar.

Það er svo mikilvægt að börn og unglingar lesi í sumarfríinu.

Rannsóknir hafa sýnt að sumarfrí nemenda hefur í för með sér ákveðna afturför í lestri sé lestrarfærninni ekki haldið við. Það þarf ekki að lesa nema 15 mínútur á dag til að halda við færninni. Mikilvægt er að velja lesefni sem höfðar til áhuga barnsins.

Sumarlæsisdagatal Menntamálastofnunar er góður stuðningur en það inniheldur 31 skemmtilega leið að lestri. Dagatalið ásamt öðrum fróðleik um sumarlestur má sjá á vef Menntamálastofnunar. Einnig má finna fræðslu til foreldra á vefnum  Lesum meira

Gleðilegt sumar!