Sýning 2. bekkjar á verkefni um hafið

Foreldrum nemenda í 2. bekk var boðið á kynningu á afrakstri leiðsagnarmatsverkefnis um hafið þar sem námsgreinum var fléttað saman á skapandi og merkingarbæran hátt í sýnilegum verkefnum. Nemendur kynntu stök verkefni, sungu og útskýrðu hvernig vinnan fór fram. Lára Helga Jónsdóttir og Regína Ólína Þórarinsdóttir hafa leitt nemendur áfram í þessu verkefni. Myndir segja meira en nokkur orð.