- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Við Grunnskóla Húnaþings vestra eru laus til umsóknar störf til framtíðar og tímabundið við kennslu. Kennslugreinar eru meðal annars stærðfræði, yngri barna kennsla og textílmennt.
Einnig eru laus störf í gæslu, stuðningi og ræstingu.
Starfshlutföll eru frá 50-100%.
Skólinn leggur áherslu á jákvæðan aga, byrjendalæsi og leiðsagnarnám.
Við leitum að einstaklingum með:
Tilskilda menntun og reynslu.
Áhuga á að starfa með börnum.
Reynslu af starfi með börnum.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Skipulagshæfileika.
Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi.
Gott vald á íslensku er skilyrði.
Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans www.grunnskoli.hunathing.is.
Umsóknarfrestur er til og með 29. maí 2022. Umsóknir skulu berast rafrænt á netfangið siggi@skoli.hunathing.is
Hreint sakavottorð, stundvísi og fagmennska er skilyrði sem og áhugi, metnaður og jákvætt viðhorf.
Frekari upplýsingar veitir Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri í síma 455-2900 / 862-5466.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is