Störf við Grunnskóla Húnaþings vestra

Við Grunnskóla Húnaþings vestra eru laus til umsóknar störf til framtíðar og tímabundið við kennslu.  Kennslugreinar eru meðal annars stærðfræði, yngri barna kennsla og textílmennt. 

Einnig eru laus störf í gæslu, stuðningi og ræstingu.

Starfshlutföll eru frá 50-100%.

Skólinn leggur áherslu á jákvæðan aga, byrjendalæsi og leiðsagnarnám.

Við leitum að einstaklingum með:

  • Tilskilda menntun og reynslu.

  • Áhuga á að starfa með börnum.

  • Reynslu af starfi með börnum.

  • Lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Skipulagshæfileika.

  • Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi.

  • Gott vald á íslensku er skilyrði.

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans www.grunnskoli.hunathing.is.

Umsóknarfrestur er til og með 29. maí 2022. Umsóknir skulu berast rafrænt á netfangið siggi@skoli.hunathing.is

Hreint sakavottorð, stundvísi og fagmennska er skilyrði sem og áhugi, metnaður og jákvætt viðhorf.

Frekari upplýsingar veitir Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri í síma 455-2900 / 862-5466.