- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Stjórnarfundur foreldrafélags Grunnskóla Húnaþings vestra 27. maí 2022
Mættir: Júlíus Guðni Antonsson, Ingibjörg Markúsdóttir, Eydís Bára Jóhannsdóttir, Sigurður Þór Ágústsson skrifaði fundargerð.
Fjáröflun vegna tölvukaupa. Bréf var samið til fyrirtækja en dregist hefur að senda það út. Rætt um að taka upp þráðinn að nýju í upphafi næsta skólaárs.
Aðalfundur foreldrafélagsins. Ákveðið að halda aðalfund foreldrafélagsins í lok september 2022. Rætt um að í hverjum bekk verði einn úr hópi foreldra bekkjarfulltrúi með tengingu við foreldrafélagið. Lagt til að settar verði reglur um aðkomu og val á foreldrum í hlutverk bekkjarfulltrúa.
Handbók foreldrafélaga frá Heimili og skóla. Heimili og skóli stefnir að átaki með foreldrafélög og handbókin gefur góðar leiðbeiningar um hvernig hægt er að styrkja foreldrafélög.
Leiksýning næsta vetur. Áhugi er á því að fá leiksýningu á næsta skólaári frá Kómedíuleikhúsinu þann 12. október. Fjármögnun sýningarinnar ekki lokið.
Tölvupóstur foreldrafélagsins. Rætt um þá hugmynd að stofna sérstakt póstfang fyrir foreldrafélagið.
Næsti fundur er ákveðinn 12. ágúst 2022 kl. 11:00.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is