Stjórnarfundur foreldrafélagsins

Mættir: Margrét S. Thorlacius, Sesselja Aníta Ellertsdóttir, Júlíus Guðni Antonsson

Sigurður Þór Ágústsson ritaði fundargerð.

 

  1. Aðalfundur foreldrafélagsins.  Tímabil Margrétar og Júlíusar er að ljúka. Aníta vill segja af sér embætti.  Farið yfir störf síðasta vetur, jólaföndur sem tókst mjög vel og niðurgreidd sýning frá Leikhópnum Lottu. Tillaga að halda aðalfund fimmtudaginn 25. október. Skólastjóri sendir út fundarboð. Rætt um að fá erindi á fundinn.
  2. Félagsgjöld. Ekki voru innheimt félagsgjöld nema frá einu foreldri á síðasta starfsári.
  3. Leiksýning frá Leikhópnum Lottu. Fyrirspurn frá þeim hvort áhugi er á samstarfi þennan veturinn. Fyrirspurninni vísað til nýrrar stjórnar.
  4. Rætt um símareglur og samþykkt að auglýsa þær til athugasemda hjá foreldrum og nemendum. Foreldrafélagið lýsir sig reiðubúið að koma að kaupum á búnaði, spilum o.þ.h fyrir nemendur í frímínútum.

 

Fundi slitið kl. 14:40