Starf við Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Tónlistarskóli Húnaþings Vestra

Tónlistarskóli Húnaþings Vestra á Hvammstanga auglýsir 75% starf píanókennara frá og með ágúst 2022.

Hæfnis- og menntunarkröfur

  • Framúrskarandi píanókunnátta, góð færni í samskipti við börn á öllum aldri og hæfileiki til að veita þeim innblástur.

  • Töluverð reynsla af píanókennslu fyrir unga nemendur, byrjendur og lengra komna.

  • Góð þekking á Aðalnámskrá tónlistarskóla.

  • Þekking og reynsla í aðlögun kennslu að nemendum með margvíslegar uppeldis-, hegðunar-, líkamlegar og tilfinningalegar þarfir.

  • Færni í samþættingu tónfræði og tónheyrn í kennslustundum á aðlaðandi og skapandi hátt.

  • Kennsluréttindi.

Í starfinu felst einnig samleikur með lengra komnum söngnemendum í söngkennslu og að spila undir/með fyrir nemendur sem þurfa á því að halda fyrir próf og tónleika. Æskilegt er að viðkomandi starfsmaður stjórni starfsmannakór tónlistar- og grunnskóla og söngæfingu fyrir öll börn í grunnskólanum tvisvar í viku.

Hreint sakavottorð, stundvísi og fagmennska er skilyrði sem og áhugi, metnaður og jákvætt viðhorf.

Vinnutími er samkvæmt skóladagatali ár hvert og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags Tónlistarskólakennara.

Frekari upplýsingar veitir María Gaskell skólastjóri tónlistarskóla í síma 771 4969 eða maria@skoli.hunathing.is

Umsóknir skulu berast á netfangið maria@skoli.hunathing.is.

Umsóknarfrestur er til og með 29. maí 2022.