Staðan í skólanum

Nú eru liðnir nokkrir dagar frá því að starfsmenn og nemendur voru settir í sóttkví. Skólastjórnendur funda daglega í gegnum zoom með öllu starfsfólki í teymum sem hafa verið sett um hvert stig. Þar er farið yfir það sem kennarar og starfsfólk gerir, verkefni, utanumhald og fleira.

 Það er afar ánægjulegt að sjá hvað starfsfólkið í skólanum hefur tekið höndum saman um að sinna nemendum og viðbrögð foreldra hafa verið mjög jákvæð. Við viljum auðvitað fá ábendingar um það sem betur mætti fara – það eru allir að fóta sig í nýjum og undarlegum aðstæðum.

Allir nemendur og starfsmenn eru í sóttkví til og með 30. mars og einstaka starfsmenn lengur vegna smits eða undirliggjandi sjúkdóma. Hvað tekur við 31. mars er ekki vitað á þessari stundu og verður skoðað þegar nær líður helginni og tilkynningar gefnar út þegar framahldið er ljóst.

 Skólastjóri