Staðan í morgunsárið

Í gærkveldi var sendur póstur á foreldra 49 barna í 1. - 7. bekk sem eru komin í sóttkví til 25. mars. Einnig var sendur póstur á 8 starfsmenn sem komir eru í sóttkví til viðbótar við þann starfsmann sem er með staðfest smit. 

Kennarar haf verið beðnir um að nýta tímann til að halda áfram að huga að fjarkennslu/námi og samskiptaleiðum við hvorn annan og til nemenda meðan ekki frekari upplýsingar liggja fyrir. Við vitum ekki enn hvenær skóli getur tekið til starfa aftur að hluta eða ekki.

Smitrakningu er ekki lokið og því eru starfsmenn beðnir um að halda sig heima þar til annað verður gefið út.

Um leið og frekari upplýsingar berast verða þær sendar á foreldra og starfsmenn.