- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Foreldrar og forráðamenn.
Sigurður Þór og Eydís Bára funduðu með Mariu Gaskell, nýjum skólastjóra tónlistarskóla í fjarfundi nýlega. Þar var henni óskað til hamingju með starf skólastjóra tónlistarskóla.
Á fundinum var farið yfir spennandi tíma framundan í samstarfi skólanna í sameiginlegri nýbyggingu næsta haust. Fyrir utan það augljósa að öll kennsla fer fram undir sama þaki þá er það yfirlýst stefna með samstarfinu að nemendur á grunnskólaaldri fái kennslu innan stundaskrár og skólaaksturs og því ættu árekstrar við aðrar frístundir utan kennslutíma skólanna að hverfa. Þá er stefnt að því að stundaskrá í tónlistaskóla sé rúllandi svo það komi ekki alltaf niður á sömu kennslugreinum þegar farið er í tónlistartíma.
Nú stendur innritun yfir í tónlistarskólann og hvetjum við foreldra til að skrá nemendur sem fyrst til að sameiginlegt skipulag geti hafist í sumar. Innritanir í tónlistarskólann skulu berast á netfangið tonlistarskoli@hunathing.is
Umsókn þarf að fylgja: Nafn nemanda og kennitala, námshlutfall, hljóðfæri, heimilisfang, sími, netfang, nafn foreldra/forráðamanns og kennitala.
Sumarkveðjur frá skólastjórnendum
Eydís Bára Jóhannsdóttir
Maria Gaskell
Sigurður Þór Ágústsson
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is