Spennandi danssýning framundan

Nemendur skólans bjóða upp á glæsilega danssýningu þriðjudaginn 4. mars klukkan 13:00 í íþróttahúsinu. Sýningin er afrakstur skemmtilegrar danskennslu síðustu vikna undir handleiðslu Jóns Péturs danskennara.

Við hlökkum til að sjá sem flesta gesti og upplifa þennan skemmtilega viðburð þar sem þau fá tækifæri til að sýna dans- og hreyfigleði sína.

Foreldrar nemenda sem eru í skólaakstri þurfa að láta skólabílstjóra vita ef börn þeirra eiga ekki að fara heim með skólabílnum að sýningu lokinni.

Verið hjartanlega velkomin!