- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Glæsileg söngvarakeppni í félagsheimilinu á Hvammstanga
Árleg söngvarakeppni grunnskólans fór fram í félagsheimilinu á Hvammstanga þann 11. febrúar síðastliðinn. Keppnin var haldin með pompi og prakt þar sem ungir og efnilegir söngvarar sýndu listir sínar fyrir fullu húsi áhorfenda.
Í yngri flokki bar Almar sigur úr býtum með mögnuðu flutningi á laginu "Hafið eða fjöllin". Í öðru sæti lentu þær Íris Birta og Elsa Björk með glæsilegri frammistöðu, en í þriðja sæti voru Ali og þær Margrét Ragna og Sigríður Emma.
Eldri flokkurinn var ekki síður spennandi, en þar sigruðu þær Ísey, Emelía Íris og Valdís með áhrifamiklum flutningi á laginu "Wildflower". Þær hafa jafnframt tryggt sér þátttökurétt á undankeppni fyrir söngarakeppni SAMFÉS. Emelía Íris, sem einnig keppti ein og sér, hreppti annað sætið, og Vigdís Alfa fylgdi fast á eftir í því þriðja.
Dómnefnd átti erfitt með að gera upp á milli keppenda þar sem frammistaða allra var til fyrirmyndar. Keppnin sýndi svo ekki verður um villst að tónlistaruppeldi í skólanum er í góðum farvegi og að ungu tónlistarfólki skólans fer sífellt fram.
Söngvarakeppnin er glæsilegur viðburður sem á sér langa hefð og mun áfram vera stór partu af skólastarfinu á hvert.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is