Söngvarakeppni

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra fór fram þann 30. janúar.

 

Þar stigu á stokk 22 nemendur í 16 frábærum atriðum, 10 á yngra stigi og 6 á því eldra.  Þetta er frábær þátttaka og þarna voru keppendur svo sannarlega að vinna stóra sigra. Það er meira en segja það að stíga á svið og syngja fyrir fullum sal af fólki. Við erum svo sannarlega einstaklega stolt af öllum okkar nemendum sem komu sáu og sigruðu sjálfan sig. Hljómsveitin stóð sig vel að vanda í að halda utan um keppendur og náðu að gera þetta kvöld að frábærri veislu fyrir alla sem komu til að fylgjast með. Ekki skemmdi svo fyrir að bæta enn frekar í veisluna með því að fá tvö dansatriði frá nemendum og Húsbandið sem tók eitt lag fyrir okkur. 

 

 

Úrslit í yngri flokk:

1. sæti - Vigdís Alfa Gunnarsdóttir - Esjan

2. sæti - Gabríela Dóra Vignisdóttir - Stay

3. sæti - Álfhildur Þórey Heiðarsdóttir - Þessi fallegi dagur

 

Úrslit í eldri flokk:

1. sæti - Ísey Lilja Waage og Emelía Íris Benediktsdóttir - Creep

2. sæti - Nóa Sophia Ásgeirsdóttir - Dandelions

3. sæti - Ísey Lilja Waage og Valdís Freyja Magnúsdóttir - Back to black

 

 

Til hamingju öll sem eitt!