- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldin miðvikudaginn 16. janúar 2019. Þeir sem vilja taka þátt sendi tölvupóst til Valdimars þar sem fram kemur nafn, bekkur og lag, valdihg@gmail.com í síðasta lagi 15. desember 2018. Ekki verður tekið á móti skráningum eftir þann tíma.
Sérstök verðlaun verða fyrir frumlegasta atriðið í hvorum flokk (dæmt fyrir búninga, skemmtun, spaug og spé)
Nemendur í 4. - 10. bekk geta tekið þátt. Aðeins er keppt í hvorum flokki ef atriði eru 3 eða fleiri.
Sama lagið má ekki syngja oftar en einu sinni, sá sem fyrstur skráir sig með lag fær að syngja það, þeir sem á eftir koma verða þá að velja annað lag.
Sigurvegari í eldri flokki má keppa í Samfés fyrir hönd félagsmiðstöðvar, ekki skylda.
Samkvæmt ákvörðun nemendaráðs er ekki skylda að vinningslag keppi á Samfés. Sá sem sigrar söngvarakeppnina má keppa á Samfés en þarf þess ekki. Velji sigurvegari að keppa ekki á Samfés, flyst möguleikinn til 2. sætis og svo koll af kolli. Ef enginn af keppendum vilja keppa á Samfés velur félagsmiðstöð sjálf lag til flutnings.
Einnig áveðið að lágmarks þátttaka verði 3 atriði í hvorum flokk (eldri og yngri).
Nemendur mega keppa í fleiri en einu atriði með öðrum. Nemendur hvattir til að hafa hópatriði.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is