- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Foreldrar og forráðamenn
Nú hefur úrvinnslusóttkví verið aflétt frá og með miðnætti 27. mars. Það þýðir að skóli getur hafist á ný í skólahúsnæðinu frá og með þriðjudegi.
Ef af því verður mun skólinn verða með öðru sniði en kynnt var fyrir sóttkví sem staðið hefur undanfarið. Til þess að forðast að smit berist milli starfsmannahópa og nemenda yrði að hafa skóla frá 8:20 - 12:30 fyrir eitt stig í einu. Tekið skal fram að nemendur myndu blandast minna í skólabílum þar sem bara einu stigi á dag yrði ekið til skóla.
Hinn möguleikinn væri að halda áfram fjarkennslu með því sniði sem foreldrar og nemendur þekkja síðustu tvær vikur.
Dæmi um skóla næstu viku: Yngsta stig á þriðjudegi, miðstig á miðvikudegi og unglingastig á fimmtudegi og svo eitt þeirra á föstudegi. Einnig væri möguleiki að unglingastig yrði áfram í fjarkennslu en yngsta- og miðstig tvo daga hvort.
Nokkrir foreldrar hafa sent skólastjórnendum tölvupóst þess efnis að það sé þeirra skoðun að skólahald eigi ekki að hefjast, kenna ætti áfram rafrænt þessa fjóra daga sem eftir eru fram að páskafríi. Mikilvægt er að fá fram víðtækari skoðun foreldra á skólastarfi fram að páskaleyfi áður en ákvörðun verður tekin. Óskað er eftir því áliti í tölvupósti á eydisbara@hunathing.is eða siggi@hunathing.is fyrir kl. 10:00 á mánudagsmorgun. Ákvörðun verður tekin og send út eftir hádegi mánudaginn 30. mars.
Hvort sem skóli hefst aftur á þriðjudag eða ekki eru foreldrar nemenda sem skráðir eru í frístund beðnir um að senda póst á grunnskoli@hunathing.is ef þeir þurfa á frístund að halda fyrir sín börn 31. mars - 3. apríl.
Tekið skal fram að frístund mun fara fram í aðskildum hópum eftir árgöngum í stofu nemenda.
Skráning í frístund í dymbilviku verður aðgengileg á mánudag á heimasíðu.
Skólastjórnendur
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is