Skólaráðsfundur 2. maí 2017

Mættir

Ellen Mörk Björnsdóttir

Júlíus Guðni Antonsson

Ellý Rut Halldórsdóttir

Eiríkur Steinarsson

 Margrét boðaði forföll, Ólafur og Björn voru ekki viðstaddir..

 1. Tillögur skólastjórnenda um nýtingu húsnæðis og færslu á matsal.

 a) Vandi vegna tölvustofu og tónmenntakennslu

  • Ekki ásættanleg önnur lausn í húsnæði skólans.
  • Vandinn hefur verið kennsla yngri nemenda í frítíma unglinga.  Við breytingar á kennslustofum á unglingastigi verður gangurinn ekki setustofa nemenda á unglingastigi og þeir sóttir til kennslu eftir að hringir inn. Það ætti að trufla kennslu á ganginum mun minna.
  • Viðunandi lausn er varða hugmyndir um tölvustofu og tónmennt kallar á viðbyggingu.

 b) Tillaga um að færa matsal í félagsheimili

Vangaveltur skólastjórnenda

  • Nauðsynlegt er að færa matsal út úr skólanum vegna stækkandi bekkja. 1. og 2. bekkur næsta haust eru það stórir að þeir komast ekki fyrir í stofum á 3. hæð.  .
  • Matsalur er hávær vegna þess að uppvöskun fer fram í sama rými og nemendur matast. Upphaflegar hugmyndir um að geyma uppvask gengu ekki upp vegna plássleysis og skorst á leirtaui. Þar að auki gerir það starfið mun erfiðara að geyma matarleifar lengi á diskunum.
  • Ef matsalur verður fluttur, t.d. í félagsheimili, geta 1. og 2. bekkur eða 5. og 6. verið á jarðhæð í eðlilegum bekkjarstofum til frambúðar. Þá færist textílstofa á 3. hæð sem einnig nýtist sem tvö sérkennslurými.
  • Bent er á að fjarlægja þarf öll tæki úr matsal vegna skipta á gólfefnum í sumar og því skynsamlegt að skoða hvort hann verði færður samhliða í stað þess að setja tæki inn aftur til að færa þau síðar.
  • Ljóst er að núverandi staðsening matsals er bráðabirgðaúrræði og heilbrigðseftirlit gerir athugasemdir við aðbúnað.
  • Rök gegn því að færa matsal í félagsheimili eru helst gönguleið yfir Hvammstangabraut. Mjög áríðandi að tryggja viðunandi öryggisluasnir þegar nemendur þvera þjóðveg í þéttbýli og kanna hvaða takmarknir eru leyfilegar á slíkum vegum, s.s. hraðatakmarkanir, þrengingar, ljós o.þ.h.
  • Við færslu á matsal gefst aukið rými fyrir setustofu í suðurenda skólans, en núverandi setuhorn mun hverfa við stækkun stofu á norðurgangi. Þá mun rými fyrir frístund eftir skóla aukast.
  • Gert er ráð fyrir að síðdegishressing í frístund verði framreidd úr heimilisfræðistofu enda um fá nemendur af yngsta stigi að ræða. Aðrir matar- og kaffitímar fara fram í matsal utan skólans.
  • Yngstu nemendur skólans verður fylgt í mat ef af hugmyndinni verður.

 Afgreiðslur:

Skólaráð samþykkir tillögur skólastjórnenda en lítur ekki á þær sem framtíðarlausn og bendir á nauðsyn þess að fara taflarlaust í vinnu við framtíðarkipulag húsnæðis við skólann og viðbyggingu.

Skólaráð leggur til að gangbrautarljós verði sett upp á Hvammstangabraut til að tryggja umferðaröryggi.

Skólaráð leggur til að tónmennt verð jafnframt leyst tímabundið með kennslu í félagsheimili ef rými er fyrir það.

 Skólastjóri mun kynna jákvæða afstöðu kennara og skólaráðs á fræðsluráðsfundi 3. maí. Svo verður auglýstur almennur foreldrafundur til að kalla framkosti og galla um tillögurnar og næstu skref.  Jafnframt verður foreldrum gefinn kostur á og hvattir til að senda fyrirspurnir eða athugasemdir rafrænt eigi þeir ekki heimangengt á fundinn.

 Fundi slitið kl. 15:40 - athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.