- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Skólaráðsfundur 25. janúar 2022
Mættir. Eyrún Una Arnarsdóttir, Hrafney Björk Waage, Eydís Ósk Indriðadóttir, Malin Person, Eydís Bára Jóhannsdóttir, Ellý Rut Halldórsdóttir, Valdimar Halldór Gunnlaugsson, Sigurður Þór Ágústsson, Júlíus Guðni Antonsson, Jóhanna Erla Jóhannsdóttir, Ingibjörg Markúsdóttir.
Skólaráðsfundur kl. 12:20 - 13:20
Símareglur
Skólaráð samþykkir þær breytingar á snjalltækareglum að nemendur í 8. - 10. bekk fái að nota síma frá 8:00 - 8:20 í kennslustofum að morgni. Ekki er heimilt að nota síma á göngum á þessum tíma. Samþykkt að endurskoða reglurnar á næsta skólaári.
Skóladagatal 2022-2023
Umræður um fjölda skóladaga. Samþykkt að fara með skóladagatalið í umræðu- og athugasemdaferli.
Umbótaáætlun
Skólastjóri fór yfir vinnulag og helstu verkefni matsteymis. Sjálfsmatsskýrsla verður kynnt fljótlega.
Fjáröflun nemendaráðs
Rætt um fjáröflun nemendaráðs og áleitnar spurningar í því efni. Skólaráð telur ekki óeðlilegt að leita til fyrirtækja og stofnana um fjármagn til tölvukaupa. Rætt um mikilvægi þess að leita ekki til sömu aðila og fjáröflun 10. bekkjar nær til. Foreldrafélagið vill styðja við framkvæmd verkefnisins.
Önnur mál.
Rætt um mikilvægi þess að skólaráð fundi tvisvar á önn.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is