Skólapúlsinn - niðurstöður

Í október tók úrtak nemenda í 6. - 10. bekk könnun. Þessar kannanir eru liður í innra mati skólans. Mikilvægt er að hafa í huga að þessar niðurstöður lýsa skoðunum hluta nemenda í 6. – 10. bekk. Annað úrtak tekur samsvarandi könnun á vormisseri.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru dregnir saman í þessari skýrslu, sem einnig má nálgast undir flipanum SKÓLINN->Innra mat

Styrkleikar eru:

  • Mikill áhugi nemenda á stærðfræði og náttúrufræði.
  • Sjálfstraust, stjórn á eigin lífi og vellíðan er sterk.
  • Einelti og tíðni eineltis í eftirtektarverðu lágmarki miðað við landsvísu.
  • Agi í tímum er góður.

Veikleikar:

  • Trú nemenda á eigin námsgetu og færni þarf að skoða betur.
  • Nemendur hreyfa sig minna og borða minna grænmeti en á landsvísu.
  • Nemendur upplifa að kennarar hlusti ekki vel á það sem þeir hafa að segja og ekki áhugasamir  um að nemendum líði vel.

Eineltisteymi hefur útbúið umræðupunkta fyrir umsjónarkennara og faggreinakennara til að ræða þessar niðurstöður við nemendur. Niðurstaða úr þeim punktum verður nýtt til umbóta í skólastarfinu og til að dýpka skilning á svörum nemenda. Um miðjan nóvember verður lögð fyrir eineltiskönnun í 5. – 10. bekk og líðankönnun í 1. – 4. bekk.