Skólahreysti og kennsla fellur niður hjá 8. - 10. bekk á föstudag

Skólahreysti – fimmtudaginn 21. mars

Kennsla hjá 8. - 10. bekk fellur niður á föstudag

8. – 10. bekkur
8:30      Nemendur fá morgunmat þegar þau koma í skólann, taka með sér nesti (nógu mikið) til þess að borða í hádeginu.
9:00      Rúta leggur af stað.
12:00    Komum á keppnisstað í Hafnarfirði. Fáum okkur að borða og æfum hvatningarsöngva.
13-15    Keppni í skólahreysti.
15:00    Farið í sund í Álftaneslaug (muna eftir að hafa sundfötin með).

17:00    Farið í Kringluna og fengið sér eitthvað að borða sem nemendur greiða.
19:15    Farið í Egilshöll í keilu sem nemendur greiða sjálfir (1000 kr. í reiðufé).

21:00    Heimferð.
23:55    Áætluð lending á Hvammstanga.

 

Okkar litur í keppninni er ljósgrænn. Búið er að kaupa ljósgræna boli á alla stuðningsmenn, nemendur mega gjarnan mæta í öðrum ljósgrænum fötum.

 

Ath. ætli nemendur að verða eftir í Reykjavík þurfa foreldrar að vera búnir að hafa samband við fararstjóra og láta vita hvar, hvenær og af hverjum viðkomandi nemandi verður sóttur. Mikilvægt er að þeir aðilar sem sækja nemendur séu stundvísir, að öðrum kosti fer viðkomandi nemandi með rútunni heim.

 

Einnig viljum við minna nemendur á að vera foreldrum og skólanum til sóma.  Ef svo ólíklega vildi til að nemendur færu ekki eftir fyrirmælum verður haft samband við foreldra og þeir beðnir um að sækja viðkomandi nemenda.

 

Fararstjórar eru Eiríkur: 867-2450, Magnús: 891-7865, Sara: 868-8775 og Sólrún: 6981242