Skólahreysti

Miðvikudaginn 17. apríl kl. 14:00 mun lið Grunnskóla Húnaþings vestra keppa í Skólhreysti. Keppnin fer fram í Laugardagshöll og verður hún sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa: Friðrik Hrafn Hannesson, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Victor Þór Sigurbjörnsson, Nóa Sophia Ásgeirsdóttir, Indriði Rökkvi Ragnarsson og Victoría Elma Vignisdóttir.

Við óskum þeim góðs gengis og hvetjum öll til að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu og jafnvel klæðast grænu þennan dag þar sem grænn er litur skólans í keppninni.