Skólahald frá 2. nóvember til og með 17. nóvember

  • Nýjar stundatöflur hafa nú verið birtar á mentor. Kennsla hefst 8:20 og lýkur 13:30 - alla daga. 

  • Skóli opnar kl. 7:45 eins og vant er en foreldrar beðnir um að börn þeirra komi ekki fyrr en kl. 8:00 ef nokkur kostur er.

  • Skólabílar aka heim kl. 13:40 alla daga.

  • Litið er á skólabíla sem almenningssamgöngur og grímuskylda er í þeim fyrir fullorðna og nemendur í 5. - 10. bekk. Grímur verða í bílunum.

  • Þar sem nemendur í 5. - 10. bekk fá minna við að vera í frímínútum verður þeim heimilt að vera í símanum í frímínútum í stofum, ekki í útiveru.

  • Ef nemendur eru ekki með vatnsbrúsa í skólanum er gott að hafa hann með í skólann.

  • Nemendur munu matatast í stofum að morgni og í hádegi. 

  • Eingöngu verður boðið upp á ávöxt í morgunfrímínútum svo ef foreldrar telja það ekki nóg mega nemendur koma með hollt nesti.

  • Hádegismatur verður einnig einfaldur og borðaður í stofum. Á morgun, þriðjudag, verður lasagne í matinn.

  • Þegar nemendur koma í skólann verður þeim vísað í sínar stofur þar sem starfsmenn hafa eftirlit með þeim þar til kennsla hefst. Við innganga verða andlitsgrímur sem nemendur í 5. - 10. bekk setja upp á leið til stofu og ef þeir fara á salerni. 

  • Frímínútum verður skipt upp svo að nemendahópar blandist sem allra minnst. 

  • Alla daga nema miðvikudaga eru nemendur í 8. - 10. bekk í heimanámi í sinni stofu þar sem þeir fá aðstoð við það námsefni sem þeir þurfa.

  • Foreldrar nemenda í frístund láti Guðrúnu Helgu vita hvort þeir muni nýta frístund frá 13:30 - 16:00. (gudrunhm@skoli.ishunathing.is) Eins og núverandi skipulag er verða nemendur í aðskildum hópum eftir bekkjum í sínum stofum og í útiveru. 

  • Gert er ráð fyrir að nemendur í frístund verði komnir út 15:45 og foreldrar láti vita í síma 8952915 ef þeir ætla að sækja börn sín fyrr.

Skólastjóri