- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Stundaskrá fyrir vikuna 14. - 17. apríl. Stundaskrá fyrir næstu viku verður birt þegar nær dregur helgi.
Allir nemendur eingöngu í sínum stofum með kennurum. Þeir fara með útiföt í stofur en skilja skó eftir á merktum stöðum fyrir hvern bekk.
Inngangar: 1. - 5. bekkur gengur inn að austan (frá Kirkjuvegi), 6. - 7. bekkur að sunnan og 8. - 10. bekkur að vestan.
Ávextir í morgunmat en nemendur mega taka með sér hollt nesti. Einnota glös verða í stofum fyrir vatn en gott að hafa með sér vatnsbrúsa.
Nemendur hvattir til að taka með sér síma, tölvur eða spjaldtölvur sem hægt verður að nota í kennslunni samkvæmt fyrirmælum kennara.
Frístund er opin fyrir forgangshópa og hún er starfrækt eingöngu í stofu viðkomandi nemenda. Skráning á grunnskoli@hunathing.is.
Umsjónarkennarar munu senda póst til að kanna hverjir muni mæta í aðstoðartímana þá daga sem ekki er kennsla í skólanum.
Starfsmenn taka á móti nemendum út og á göngum til að vísa þeim rétta leið
Foreldrar tilkynna forföll nemenda í síma 4552900 eða á grunnskoli@hunathing.is eins og vant er.
Foreldrar tilkynna forföll til skólabílstjóra eins og vant er.
Fjarkennslu verður áfram sinnt af kennurum þá daga sem nemendur mæta ekki í skólann og fyrir þá nemendur sem eru alfarið heima.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is