Skólahald eftir páska.

Þriðjudaginn 14. apríl hefst skólastarf að nýju eftir páskafrí. Þá mæta nemendur til kennslu þriðja hvern dag eftir stigum en daglega geta nemendur fengið aðstoð hjá kennurum í skólanum. Dagana sem nemendur mæta ekki frá 8:20 – 12:30 verður fjarkennsla.

Nemendur fara í útifötum inn í kennslustofur og mega ekki dvelja á göngum skólans.

Nemendur í 1. – 5. bekk ganga inn að austan, nemendur í 6. og 7. bekk að sunnan og 8. – 10. bekkur að vestan.

Foreldrar barna í 1. – 4. bekk sem eru í vanda með börn sín vegna vinnu sinnar eru beðnir um að hafa samband við skólastjórnendur. Þetta á bæði við dagana fyrir og eftir páska.

Starfsnámsvikur í maí hjá unglingastigi falla niður og kennt verður út maí.

 

Skipulag vikuna eftir páska, með fyrirvara um breytingar.

Þriðjudagur 14. apríl.

Skólaakstur fyrir 1. – 4. bekk. Kennsla hjá þeim frá 8:20 – 12:30. Ávextir í morgunmat og einfaldur hádegismatur í stofum. Nemendum er heimilt að koma með hollt nesti.

Nemendur í 5. – 7. bekk geta fengið aðstoð kennara í sinni stofu frá kl. 9:00 – 10:00 (ekki er skólaakstur fyrir þennan nemendahóp og ekki matur) Nemendur mega ekki mæta fyrr og fara strax úr skólahúsinu eftir tímann. Nemendum er ekki heimilt að nota salerni.

Nemendur í 8. – 10. bekk geta fengið aðstoð kennara í sinni stofu frá 10:30 – 11:30 (ekki er skólaakstur fyrir þennan nemendahóp og ekki matur) Nemendur mega ekki mæta fyrr og fara strax úr skólahúsinu eftir tímann. Nemendum er ekki heimilt að nota salerni.

 

Miðvikudagur 15. apríl

Skólaakstur fyrir 5. - 7. bekk. Kennsla hjá þeim frá 8:20 – 12:30. Ávextir í morgunmat og einfaldur hádegismatur í stofum. Nemendum er heimilt að koma með hollt nesti.

Nemendur í 1. - 4. bekk geta fengið aðstoð kennara í sinni stofu frá kl. 9:00 – 10:00 (ekki er skólaakstur fyrir þennan nemendahóp og ekki matur) Nemendur mega ekki mæta fyrr og fara strax úr skólahúsinu eftir tímann.

Nemendur í 8. – 10. bekk geta fengið aðstoð kennara í sinni stofu frá 10:30 – 11:30 (ekki er skólaakstur fyrir þennan nemendahóp og ekki matur) Nemendur mega ekki mæta fyrr og fara strax úr skólahúsinu eftir tímann. Nemendum er ekki heimilt að nota salerni.

 

Fimmtudagur 16. apríl

Skólaakstur fyrir 8. – 10. bekk. Kennsla hjá þeim frá 8:20 – 12:30. Ávextir í morgunmat og einfaldur hádegismatur í stofum. Nemendum er heimilt að koma með hollt nesti.

Nemendur í 1. - 4. bekk geta fengið aðstoð kennara í sinni stofu frá kl. 9:00 – 10:00 (ekki er skólaakstur fyrir þennan nemendahóp og ekki matur) Nemendur mega ekki mæta fyrr og fara strax úr skólahúsinu eftir tímann.

Nemendur í 5. – 7. bekk geta fengið aðstoð kennara í sinni stofu frá 10:30 – 11:30 (ekki er skólaakstur fyrir þennan nemendahóp og ekki matur) Nemendur mega ekki mæta fyrr og fara strax úr skólahúsinu eftir tímann. Nemendum er ekki heimilt að nota salerni.

 

Föstudagur 17. apríl.

Skólaakstur fyrir 1. – 4. bekk. Kennsla hjá þeim frá 8:20 – 12:30. Ávextir í morgunmat og einfaldur hádegismatur í stofum. Nemendum er heimilt að koma með hollt nesti.

Nemendur í 5. – 7. bekk geta fengið aðstoð kennara í sinni stofu frá kl. 9:00 – 10:00 (ekki er skólaakstur fyrir þennan nemendahóp og ekki matur) Nemendur mega ekki mæta fyrr og fara strax úr skólahúsinu eftir tímann. Nemendum er ekki heimilt að nota salerni.

Nemendur í 8. – 10. bekk geta fengið aðstoð kennara í sinni stofu frá 10:30 – 11:30 (ekki er skólaakstur fyrir þennan nemendahóp og ekki matur) Nemendur mega ekki mæta fyrr og fara strax úr skólahúsinu eftir tímann. Nemendum er ekki heimilt að nota salerni.

 

Frekari fyrirspurnum skal beina til skólastjórnenda.