Skólabyrjun 6. janúar eftir jólafrí

Foreldrar, forráðamenn og nemendur

 

Gleðilegt nýtt ár. Á morgun, miðvikudaginn 6. janúar, hefst kennsla samkvæmt stundaskrá kl. 8:20. Skólabílar aka heim mánudaga - fimmtudaga kl. 14:40 og kl. 14:10 á föstudögum. Skólahald verður með eðlilegum hætti fyrir nemendur samkvæmt reglugerð sem tók gildi 1. janúar og gildir til og með 28. febrúar. Engin grímuskylda er á nemendum í skólanum eða skólabílum. Heimanámstímar eftir skóla byrja einnig samkvæmt áætlun mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14:30 - 15:15 í stofu 12. Athugið að ekkert aldurstakmark er á heimanámi og engin skráning.

 

Allir nemendur fá nú fulla stundaskrá eins og hún var síðast 15. október 2020 og skóli því eðlilegur. Fjöldatakmarkanir hafa ekki áhrif á skóla af okkar stærðargráðu nema á starfsfólk sem þarf að bera grímu ef það nær ekki 2 metra fjarlægð sín á milli. Við getum einnig notað matsal í félagsheimili þegar lagfæringar hafa verið gerðar eftir bruna í anddyrinu þar um síðustu helgi. Gert er ráð fyrir að það geti orðið eftir helgi.

 

6. janúar hefði átt að vera viðtalsdagur en hann verður í staðinn 27. janúar. Nemendur fá þá vitnisburð afhentan daginn áður og foreldrar fá símatíma með umsjónarkennara. Skóladagatal hefur verið uppfært í samræmi við þetta https://grunnskoli.hunathing.is/static/files/skoladagatal-2020-2021.xlsx.pdf.

 

Foreldrar eru beðnir að ræða við börn sín um símareglur sem taka aftur gildi frá og með 6. janúar og þær má nálgast á heimasíðu skólans. Reglurnar leyfa ekki síma á skólatíma og ef hann er hafður meðferðis í skólann skal hann vera hljóðlaus og í tösku eða skáp. https://grunnskoli.hunathing.is/is/nemendur/sima-og-snjalltaekjareglur

 

Á unglingastigi halda val-, list- og verkgreinar áfram frá því eins og var 15. október, þ.e. sömu hópar og sömu greinar.

 

Söngvarakeppni hefur verið frestað um óákveðinn tíma á sama hátt og árshátíð.

 

Bestu kveðjur

Skólastjórnendur