Skóla lokað vegna COVID-19 smits

Þær fréttir voru að berast að starfsmaður Grunnskóla Húnaþings vestra hefði greinst með Kóronaveirusýkingu.  Í samráði við fulltrúa almannavarna og sóttvarnalæknis fellur skólahald niður um óákveðinn tíma.

Foreldrar og starfsmenn þess bekkjar sem viðkomandi starfsmaður starfar í verða látnir vita um þær ráðstafanir sem gera þarf en starfsmaðurinn er sem betur fer ekki alvarlega veikur.

Það verður því ekkert skólahald á morgun, miðvikudag 18. mars. Farið verður yfir stöðuna með fulltrúum sóttvarnalæknis og foreldrar og starfsmenn upplýstir í kjölfarið um framhaldið.