Sjálfsmatsskýrsla 2020-2021

Sjálfsmatsskýrsla fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið birt. 

Niðurstöður innra mats 

Niðurstöður innra mats fyrir skólaárið 2020-2021:

  • 63% verkefna í umbótaáætlun er lokið.

  • 35% verkefna í umbótaáætlun eru hafin.

  • 2% verkefna hefur ekki verið hafist handa við.

Matsteymi vann mjög markvisst á síðasta skólaári þrátt fyrir ýmsar hindranir í skólastarfi vegna COVID-19 faraldurs. Verklag er gott og vikulegir fundir eru markvissir. Matsteymi hefur hverju sinni gott yfirlit yfir stöðu verkefna og felur skólastjóra verkefni milli funda. Hér á eftir eru niðurstöður settar fram eftir fjórum meginflokkum í samræmi við ytra mat. Efni skýrslunnar er sett saman af skólastjóra í samráði við matsteymi. Útvíkkað matsteymi hefur í framhaldinu einnig farið yfir efni hennar. Skýrsluna í heild má nálgast hér.

 

Matsteymi 030 fundur - útvíkkað matsteymi

22.  febrúar  2022

Mættir:

Sigurður Þór Ágústsson, Eydís Bára Jóhannsdóttir, Lára Helga Jónsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Viktor Kári Valdimarsson, Júlíus Guðni Antonsson,  

 

  1. Sjálfsmatsskýrsla.

Farið yfir sjálfsmatsskýrslu og hún samþykkt. Hún verður send til ráðuneytisins, birt á heimasíðu og fjallað um hana í fræðsluráði.

 

Ekki tekið á dagskrá:

  1. Gæðaviðmið um frístundastarf.

Farið yfir viðmið um frístundastarf.

 

  1. Innleiðing á jákvæðum aga

  • Hver eru markmiðin?

  • Hvaða leiðir förum við til að ná markmiðum? (Starfsfólk, nemendur)

  • Hvaða viðmið höfum við um árangur innleiðingar? 

  • Hvernig metum við árangurinn?

Ákveðið að fara með þessar spurningar í umræður á stigsfundum.