Síma- og snjalltækjareglur

 

  1. Í Grunnskóla Húnaþings vestra skulu nemendur ekki nota síma á skólatíma, hvorki í skólanum eða á skólalóð. Leiðin í matsal, að leikskóla og sundlaug teljast til skólalóðar. Símar skulu geymdir heima eða á öruggum stað í skólanum, s.s. tösku eða skáp. Slökkt skal á þeim eða þeir stilltir á hljóðlausa stillingu. Ef nemendur vilja hlusta á tónlist með leyfi kennara verða nemendur að útvega sér önnur tæki en síma til þess.
  2. Í Grunnskóla Húnaþings vestra skal starfsfólk ekki nota síma meðal nemenda. hvorki í frímínútum eða í kennslustundum. Undantekning frá þessari reglu er starfsfólk frístundar sem skylt er að hafa frístundafarsíma við höndina og svara í hann þegar foreldrar hringja. Einnig skulu skólastjórnendur vera með síma sem símtöl úr aðalnúmeri flytjast í ef engin er við á skrifstofu. Einnig er kennurum heimilt að nota síma sem kennslutæki.
  3. Í styttri ferðum nemenda, s.s. gönguferðum er nemendum ekki heimilt að nota síma en þá skal starfsfólk taka með sér síma. Í lengri ferðum er nemendum heimilt að nota síma ef slíkt tilgreint í ferðaáætlun.
  4. Snjallúr skulu þannig stillt að á skólatíma og í frístund að þau gefi ekki frá sér hljóð og ekki sé hægt að hringja í þau, úr þeim eða hlustað. Allar breytingar á skráðri tilhögun nemenda í frístund skulu koma frá foreldrum til starfsmanna skólans.
  5. Nemendum er heimilt að nota spjald- og fartölvur í námi með samþykki kennara. Þá skulu nemendur tryggja að slík tæki séu ekki tengd samfélagsmiðlum í skólanum og ávallt geymd í kennslustofum á milli kennslustunda.
  6. Brjóti nemendur þessar reglur skal starfsfólk benda nemendum á að setja tæki í skáp eða í vasa og slökkva á þeim. Brjóti nemendur ítrekað þessar reglur skal þeim vísað til skólastjóra og afhenda tækið. Foreldrar sækja svo tækið. Nemendur hafa heimild til að neita að afhenda slík tæki og þá skulu foreldrar koma í skólann og ná í tækið áður en nemandi fer aftur í tíma.
  7. Brjóti starfsfólk þessar reglur skal skólastjóri ræða við viðkomandi.
  8. Þessar reglur og framkvæmd þeirra skal endurskoða í janúar 2019.

 

Samþykkt af starfsfólki skólans og stjórn foreldrafélags til athugasemda nemenda og foreldra. Athugasemdir berist til skólastjórnenda í síðasta lagi 16. október.