Sigrún Heiða og Hjalti lásu mest í lestrarátaki 6. bekkjar

6. bekkur fór saman út að borða á Sjávarborg til að fagna frábærum árangri í lestrarátakinu í janúar. Nemendur tóku átak í heimalestri og markmiðið var að lesa að minnsta kosti 10 mínútur á dag upphátt heima. Margir lásu mun meira en allir í bekknum tóku virkan þátt í átakinu. Í heildina vörðu nemendur 6. bekkjar 5103 mínútum í lestur á þessum rúmu 3 vikum. Ákveðið var að verðlauna þá stelpu og þann strák sem myndu verja mestum tíma í lestur og voru það Sigrún Heiða og Hjalti sem hrepptu hnossið. Sigrún Heiða las hvorki meira né minna en 1009 mínútur heima. Hjalti las í 360 mínútur. Hlutu þau bókaverðlaun að launum.