Samvinna nemenda

Í dag er uppbrot á hefðbundnu skólastarfi og eru nemendur í hópavinnu þvert á bekki, eldri bekkingar eru hópstjórar og starfsmönnum er einnig skipt í hópa með nemendum.  Það var gaman að sjá samvinnu og samstarf yngri og eldri nemenda í morgun þegar kortaskrif fóru fram, einbeiting og metnaður var einnig mikill í laufabrauðsgerð í vikunni meðal nemenda en skipulag hefur aðeins færst til vegna óveðursins í síðustu viku. Þegar allir leggjast á eitt að láta allt ganga vel og vinna saman þá gerast hlutirnir. 

Sjá má hér fyrir neðan nokkrar myndir af einbeittum nemendum.