Samþætting námsgreina á unglingastigi

Nemendur 9. og 10. bekkjar hafa þessa vikuna  unnið að skemmtilegu samþættu verkefni í íslensku, samfélagsfræði, náttúrufræði og upplýsingatækni. Verkefnið, sem nefnist Keyrum yfir Ísland, fólst í því nemendur fræddust og ''ferðuðust" um tiltekna landshluta í smáum hópum  og útbjuggu svo glæsilegar kynningar sem þeir fluttu að lokum fyrir bekkjarfélaga.