Próf í sjónrænum orðaforða og orðleysulestri.

Samkvæmt lestrarstefnu skólans taka allir nemendur lesfimipróf, sem er grunnpróf og snýr að umskráningu eða sjálfri lestrartækninni. Auk þeirra eru svonefnd hliðarpróf nú lögð fyrir í fyrsta sinn fyrir nemendur sem ekki ná viðmiðum, sem meta þætti sem allir tengjast eða hafa áhrif á lestrartæknina. Það eru próf í orðleysulestri og nefnuhraðapróf. Þessi próf eru öll stöðupróf þar sem staða nemandans er metin miðað við jafnaldra á landsvísu og gefur okkur í skólanum betri innsýn í hvar þarf að leggja frekari áherslur í lestri nemenda. Prófin taka mið af aðalnámskrá grunnskóla og fylgja þeim áherslum sem þar eru lagðar.