Öskudagur og lestrarbingó

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur með því að nemendur klæddu sig upp í búninga, kötturinn sleginn úr tunnunni og svo fóru nemendur eftir skóla og sungu fyrir góðgæti hjá fyrirtækjum. Eins og fyrri ár var haldin bekkjarkeppni í búningum og var 7. bekkur valinn enda með skemmtilegt kisuþema. Þau fá pizzuveislu að launum frá nemendafélaginu.

Tunnkóngar í báðum aldursflokkum fengu tuskudýr sem hafði aðsetur í skemmtilega skreyttum öskudagstunnum er þeir veittu tunnunum náðarhöggið.

Einnig var tækifærið notað og nemendum sem kláruðu lestrarbingó í jólafríi afhent bók frá skólanum í viðurkenningarskyni.

Hér má sjá myndir af kisuþemamanu, yngri tunnukóng, eldri tunnukóng og af nemendum sem fengu bók í viðurkenningaskyni.

KisuþemaYngri tunnukóngurEldri tunnukóngurLestrarbingóveiðurkenning