NÝTT FRÆÐSLUEFNI UM EINHVERFURÓFIÐ

Fræðsluefnið er hugsað fyrir einhverft fólk með áherslu á grunn- og framhaldsskólaaldurinn, foreldra, aðra aðstandendur, fagfólk í félags- og heilbrigðis- og skólaþjónustu, kennara og starfsfólk skóla auk almennings.

Fræðsluefnið samanstendur af myndböndum þar sem skyggnst er inn í daglegt líf barna og ungmenna á einhverfurófi og þau segja sjálf frá auk þess sem foreldrar og fagfólk leggur orð í belg. Ennfremur eru á heimasíðunni blöðungar um einhverfurófið og ýmislegt sem því tengist sem hægt er að lesa á skjánum eða prenta út og nýta til dreifingar. Ráðgert er að setja inn fleiri blöðunga með hagnýtu efni.

Hér má finna myndböndin á heimasíðu Einhverfusamtakanna

Hér má finna myndböndin á YouTube

Hér má finna blöðunga um einhverfurófið