- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Könnunin er framkvæmd af Skólapúlsinum fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra.
Ef mæling skólans á tilteknum þætti er marktækt fyrir ofan eða fyrir neðan niðurstöðu annarra skóla miðað við 90% öryggismörk er mismunurinn í aftasta dálki fyrir aftan nafn þáttarins stjörnumerktur og með bláum stöfum +/- X,X. Þetta merkir að hægt sé að fullyrða með 90% vissu að munurinn sé raunverulega til staðar í þýðinu.
Könnunin skiptist í fimm þætti
Hver þáttur er skoðaður sem heild og einstaka undirþættir. Könnunin er nýtt við stefnumótun og borin saman við áherslur skólans. Einnig er reynt að leggja mat á þróun svara foreldra og meta svör þeirra í samræmi við aðrar kannanir s.s. nemendakönnun, líðanviðtöl og eineltiskannanir.
Við hvern þátt er reynt að draga fram styrkleika og áskoranir fyrir skólann.
Á heildina litið er ánægja foreldra með skólann mikil. Í opnum svörum kemur mjög oft fram ánægja til tiltekinna starfsmanna og þakklæti fyrir margt sem hefur verið gert og skólanum hrósað. Ábendingar í opnum svörum snúa oftast að tilteknum málum einstaklinga sem ekki er hægt að fara út í í þessari skýrslu.
Helstu áskoranir snúa að úrvinnslu eineltismála og þau mál hafa verið sett í farveg og eru unnin af eineltisteymi skólans.
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is