Neyðarstig almannavarna – viðbrögð í Grunnskóla Húnaþings vestra

Nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir vegna KOVID-19 veirunnar. Það hefur ekki veruleg áhrif á okkur en hér að neðan er listi yfir þau atriði sem við þurfum að koma til framkvæmda eða taka til athugunar. Það verður gert á fundum með öllu starfsfólki í byrjun vikunnar.

Á neyðarstigi:

  • Skólar munu halda uppi starfsemi eins lengi og unnt er.
  • Markmið er að starfsmenn skóla haldi áfram störfum þó nemendur eða starfsfólk sé sent heim vegna sóttvarnaráðstafana.
  • Skipuleggja hlutverk kennara í fjarkennslu og heimanámi.
  • Skrá sérstaklega fjarvistir nemenda og starfsmanna vegna viðkomandi veikinda.
  • Hugað verði að því að nemendum í brotthvarfshættu bjóðist stuðningur námsráðgjafa þar sem því verður við komið.
  • Loka vatnsbrunni fyrir nemendur í almennu rými til að forðast smit eða koma upp einnota glösum.
  • Hætta að nota handklæði, eingöngu einnota bréfþurrkur.
  • Matráðar skammta allan mat fyrir nemendur og noti hanska.
  • Ef veikindi koma upp í skólanum fer einn starfsmaður með nemanda í viðtalsherbergi 1 og bíður þar með viðkomandi þar foreldrar hafa sótt.