Neyðarstig almannavarna

Þar sem almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi hefur neyðaráætlun skólans verið virkjuð. Hana má nálgast í heild sinni hér: https://grunnskoli.hunathing.is/static/files/vidbragdsa-aetlun-vegna-covid19-neydarstig.docx-google-skjol.pdf

Helstu atriði áætlunarinnar sem snerta foreldra og nemendur eru:

Gestakomur í skóla- og frístundastarf 

  • Gestakomur miðast við brýna nauðsyn t.d. vegna barna í vanda. Öllum gestakomum sem ekki eru nauðsynlegar skal fresta.  Gestir þurfa að sýna ítrustu smitgát og bera grímur ef ekki er hægt að viðhafa fjarlægðarmörk.

 Vettvangsferðir og viðburðir

  • Vettvangsferðir „í hús“, söfn o.fl. verða felldar niður.  

  • Áfram verður farið í vettvangsferðir utandyra.  Skoðað verður sérstaklega með ferðir í skólabúðir.

  • Viðburðir alla jafna felldir niður nema gildandi sóttvarnarreglur leyfi.

Mötuneyti

  • Starfsfólk sem kemur að mötuneyti noti grímur og hanska þegar kemur að matarskömmtun og dreifingu mataráhalda. Skoðað hvort tekin verði upp skömmtun

Viðtalsdagur

Engum foreldrum er heimilt að mæta til viðtals í skólanum ef neyðarstig er í gildi. Viðölum annað hvort frestað eða tekin í gegnum síma/fjarfundarbúnað.