Nemendur í 7. - 10. bekk komið með skriffæri og strokleður eftir áramót

Foreldrar nemenda í 7. - 10. bekk.

Nemendur  í  7. - 10. bekk fá ekki blýanta og strokleður í skólanum eftir áramót og þurfa því að koma með eigin skriffæri og strokleður.

Því miður hefur ekki reynst vel að útvega nemendum blýanta og strokleður og oftar en ekki er haugur af blýöntum brotinn í ruslafötum og strokleðrin sundurtætt og á víð og dreif.  Okkur hefur ekki tekist að auka virðingu þeirra fyrir þessum hlutum og höfum því ákveðið að nemendur í 7. - 10. bekk komi með eigin skriffæri og strokleður eftir áramót, önnur námsgögn verða nemendum áfram að kostnaðarlausu.

Bestu kveðjur

Sigurður Þór Ágústsson

Skólastjóri