Nemendaráðsfundur 23. janúar

Nemendaráð – 23. janúar 2017

Fundinn sátu: Bjarni Ole, Kári, Máney Dýrunn, Oddný Sigríður, Arnheiður Diljá, Ásdís Aþena, Eysteinn Tjörvi,  Sigurður Þór ritaði fundargerð.

 

1. Skipulag í frímínútum

Skipulag komið í fastar skorður. Ekki komið neitt frá miðstig enn en gengur vel í frímínútum.

 

2. Nemendadagur.

Hann verður 7. febrúar.  Nemendaráð ætlar að kalla eftir hugmyndum um dagskrá til að hafa á nemendadegi. Þeir sem ekki vilja taka þátt í dagskrá hafa kost á að sinna náminu undir leiðsögn kennara.

Nú þegar komnar fram eftirfarandi hugmyndir:

-fatasund.

-tarzarleikur.

-spil.

-kahoot.

-lesa /prjóna/læra stöð þar sem engin læti eru.

 

3. Skíðaferð

Samþykkt að nemendafélagið greiði hluta kostnaðar við skíðabúnað og kort, hver nemandi greiðir 3000 kr. og nemendafélagið það sem út af stendur, sem er tæplega 300.000 kr.

 

4. Önnur mál.

a)Spurt um íþróttadag, hann verður 27. apríl. 7. - 10. bekkur á Húnavöllum og 1. - 6. bekkur á Hvammstanga.

 

b) Söngvarakeppni rædd. Margir treysta sér ekki til að keppa, þar sem fyrsta sætið keppir á Samfés. Nemendaráð er á því að það eigi ekki aðvera skylda, sá sem sigrar söngvarakeppnina megi keppa á Samfés en þurfi þess ekki. Velji sigurvegari að keppa ekki á Samfés, flyst möguleikinn til 2. sætis og svo koll af kolli.

Rætt um hugmynd hvort skylda eigi amk. eitt atriði úr hverjum bekk, sem má bæði vera einstaklingur eða hópatriði.  Ákveðið að nemendaráð ræði þetta á bekkjarfundum.

 

                Næsti fundur 30. janúar kl. 13:00.

                Fleira ekki tekið fyrir

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.

Sigurður Þór Ágústsson