Nemendaráðsfundur

37. fundur nemendaráðs 1. febrúar 2021

Mættir: Heiða Bára Pétursdóttir, Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir, Eyrún Una Arnarsdóttir, Ásgerður Ásta Kjartansdóttir, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Sverrir Franz Vinginsson, Aníta Rós Brynjarsdóttir

1. Skíðaferð

Skíðasvæði í Tindastóli er opið og hægt að leigja búnað. Stefnt er að því að fara með unglingastig og miðstig í skíðaferð í Tindastól. Stefnt að því að fara að morgni og koma heim áður en skólabílar fara heim.

2. Áskorun um nafnabreytingu

Fræðsluráð leggur til að hafa kosningu meðal starfsfólks og nemenda um nýtt nafn á skólann. Nýtt nafn skal hafa meirihluta atkvæða á bak við sig og því möguleiki á að kjósa þurfi tvisvar. 

3. Öskudagur

Ákveðið að nemendur gangi ekki í fyrirtæki í ár vegna COVID-19. Skólastjóri mun senda fyrirtækjum skilaboð um það og biðla til þeirra að senda glaðning upp í skóla sem verður útdeilt þar. 

Skipulögð verður dagskrá í 1-2 klst fyrir hvert stig innan skóladagsins.

Ákveðið að hafa bekkjarkeppni í búningum eins og vant er. 

4. Fræðsla

Spurt um fræðslu sem gæti verið sameiginleg með ungmennaráði, stýrihóp o.fl. aðilum. Skólastjóri mun koma þessu áfram.

 

Næsti fundur verður fimmtudaginn 11. febrúar kl. 8:30