- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
Nemendaráð 25. fundur 16. október 2019
Fundinn sátu, Hilmir Rafn, Bryndís Jóhanna, Guðmundur Grétar, Alex, Eyrún Una, Viktoría Elma.
1. Formannskjör.
Fomannskjör og farið yfir reglur um kosningar til nemendaráðs
Einnig rætt um að móta viðurlög við brot á skólareglum t.d. í skólaferðlaögum. Ákveðið að formannskjör fari fram í hverjum bekk fyrir sig og atkvæðum skilað til talningar. Tillaga nemendaráðs í kjörstjórn með skólastjórnendum: Laura Ann Howser og Anna Elísa Axelsdóttir. Kosið verður á morgun í 8., 9. og 10. bekk. Í kjöri eru fulltrúar 10. bekkjar í nemendaráði, Hilmir, Bryndís, Ásdís og Guðmundur.
2. Ungmennaráð
Tveir buðu sig fram í ungmennráð, Ásdís Aþena og Eyrún Una. Kosning fór fram að þeim fjarstöddum. Ádís Aþena er aðalmaður og Eyrún Una til vara.
3. Keppni um fyrirmyndar starfsmann og nemenda
Rætt um möguleika á kurteisiskeppni milli bekkja. Ákveðið að atkvæði kennara gildi 1/3, atkvæði skólaliða og stuðningsfulltrúa 1/3 og starfsmenn eldhúss 1/3.
Eftirfaraind er metið:
Boðið góðan dag 1- 5 stig
Framkoma 1-5 stig
Umgengni 1-5 stig
Frágangur í stofu 1 – 5 stig.
Stefnt að þessari keppni í haust
4. Fæðingarorlof skólastjóra
Skólastjóri verður í 60% starfi með 50% viðveru frá nóvember til maí og sér um skipulagningu til lengri og skemmri tíma, laun, innra mat, skýrslugerð, samskipti við ráðuneyti og stofnanir o.fl.
Eydís Bára Jóhannsdóttir aðstoðarskólastjóri verður staðgengill skólastjóra.
Eiríkur Steinarsson námsráðgjafi mun sjá um samskiptamál nemenda og starfsmanna, hafa umsjón með því sem upp kemur.
Vigdís Gunnarsdóttir félagsráðgjafi verður til aðstoðar skólastjórnendum í tölvuvinnslu, samskiptamálum, viðtölum, úrvinnslu mála o.fl.
Sigurvald Ívar Helgason sér um tölvu- og tæknimál til móts við viðveru skólastjóra.
5. Símareglur
Skólastjóri kynnti aðferðafræði til að endurskoða símareglur. Búið er að vinna úr gögnum en ekki búið að taka þau saman og birta til um fjöllunar.
6. Nemendadagur
Rætt um nemendadag á síðasta ári. Athugasemd við að hann hafi verið mjög seint á árinu.
7. Skólablað
Nemendaráð vill koma út skólablaði. Einnig rætt um möguleika á fleiri ráðum s.s. auglýsinga og peppráð, DJ og tækniráð, Íþróttaráð og skreytingaráð.
8. Árshátíð.
Árshátíð verður 15. nóvember. Samþykkt að rætt verði þemahugmyndir á árshátíð á bekkjarfundum og þær ræddar á næsta nemendaráðsfundi.
Einnig að ræða á bekkjarfundum hvernig tónlist verði á árshátíðarballi.
9. Rætt um skólalóð.
Skólastjóri sagð frá undirbúningsvinnu við hönnun skólalóðar.
10. Fyrirlesari
Rætt hugmynd um að fá fyrirlesara fyrir nemendur við skólann.
Næsti fundur verður 23. október 2019 kl. 10:30
Fleira ekki tekið fyrir
Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.
Sigurður Þór Ágústsson
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is