Nemendaráð 9. fundur – 27. nóvember 2017

Nemendaráð 9. fundur – 27. nóvember 2017

Fundinn sátu, María, Ásdís Aþena, Anton Einar, Heiða Bára, Jóhann Smári, Bríet Ingibjörg, Ólöf, Sigurður Þór ritaði fundargerð.

 

 

1. Skólablað.

Nemendaráð verður ritnefnd skólablaðs. Nemendaráðsfulltrúar kanna í sínum bekk hverju nemendur vilji breyta í skólablaðinu og hverju á að halda inni.

7. bekkur:  vilja sleppa því að skrifa um Reykjaskóla, en nemendaráð ákveður að hafa það áfram inni.  Þá vill 7. bekkur skila inn teiknuðum myndum.

6. bekkur: Vill engar breytingar

5. bekkur: Vill fá blað til að skoða betur og mynda sér skoðun.

10. bekkur: Vill engar breytingar.

8. bekkur: Vilja ekki breytingar.

 

2. Bekkjarfundir

Rætt um bekkjarfundi síðustu viku. Ákveðið að síðasta vika (47) verði tekin út úr keppninni vegna óveðurs.

 

3. Laufabrauðsútskurður 5. desember

Tillaga um að skera í hverri stofu og yngri fái aðstoð eldri nemenda. Áhyggjur nemendaráðs af fjölda útskurðarjárna.

 

4. Söngvarakeppni.

Auglýsing kláruð.

 

5. Umgengni

Rætt um hvað nemendaráð geti gert til að bæta umgengni.  Rætt um möguleika á því að hver bekkur sitji þar til allir eru búnir til að tryggja að vel sé gengið frá borðum og matarleyfar ekki á gólfum. Ákveðið að nemendaráð byrji að hvetja til betri umgengni í bekkjum.,

 

6. Kurteisasti starfsmaðurinn.

Nemendur kjósa kurteisasta starfsmanninn í vikunni 11. - 15. desember. Hver bekkur mun tilgreina hvaða starfsmaður skólans er kurteisastur. 10 koma því á lista.

 

7. Útiskylda

Nemendum á unglingastigi finnst kalt úti. Leyfð innivera í hádegi í dag.

 

                Næsti fundur 11:00 mánudaginn 4. desember

Fleira ekki tekið fyrir

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.

Sigurður Þór Ágústsson