Nemendaráð 6. fundur – 23. október 2017

 

 

 

 

1. Árshátíð

Ball og tónlist - enn verið að vinna í þessu skipulagi.

                Tillögur:

                DJ Heiðar.

Áttan.

Króli og  Jói P.

Pollapönk

DJ Axel

Maggi Mix

Nemendaráðsfulltrúar í 8. -10.  spyrji 3 fyrstu, hvort þeir geti komið 10. nóv. - hvað þeir kosti og hvaða búnað þeir þurfi.

-Hafa myndahorn með höttum, gleraugum og gervi. Jóhann Smári mun skoða það.

-Hafa sápukúlur.

 

Árshátíð verður 10. nóvember - þemað verður nútímavædd ævintýri.

 

2. Önnur mál.

a) Rætt um fjármuni nemendafélagsins.  

-Að nemendafélagið kaupi Ipada fyrir nemendur. (samræmist ekki markmiðum nemendafélagsins né fjárhag)

-Að nemendaféagið kaupi teppi.

-Kaupi húsgögn í setustofu.

-Bjóða upp á skemmtilegan morgunmat annað slagið. T.d. kleinhringi o.þ.h.

 

3.  Bekkjarfundir.

Ekki er lengur hægt að skrá bekkjarfund eftir á á skjá til að fá stig fyrir bekkjarfundarkeppni. Fyrir hverja viku er bara hægt að láta vita frá mánudegi til föstudags. Ef látið er vita viku síðar kemur annar litur á skráningu en stig teljast ekki með.

 

4. Skólablað.

Nemendaráð verður ritnefnd skólablaðs. Nemendaráðsfulltrúar kanna í sínum bekk hverju nemendur vilji breyta í skólablaðinu og hverju á að halda inni.

 

5. Morgunmatur nemendaráðsfulltrúa.

Nemendur sem missa af morgunmat á fundum nemendaráðs mega fara strax eftir fundinn í morgunmat.

 

                Næsti fundur 30. október 2017

Fleira ekki tekið fyrir

Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjóra.

Sigurður Þór Ágústsson