Námsver

Nú er námsverið komið í gagnið fyrir nokkru síðan eftir talsvert erfiða fæðingu. 

Rýmið sem það átti að  vera í var nefnilega fyrst í haust fullt af allskonar góssi, skólastjórum og ritara sem var ekki hægt að færa fyrr en  herbergi í nýbyggingunni væru tilbúin. 

Þegar það hafðist loksins í gegn fór allt á fullt að tæma rýmið og þrífa og okkar ómissandi Sveinn vann  kraftaverk, þannig að þremur dögum eftir flutning var herbergið tilbúið til að taka á móti nemendum.

Hlutverk námsversins er fjölþætt, hér koma nemendur frá 3. bekk upp í 10. bekk úr tímum til að læra í minni hópum stundum með stuðningsfulltrúum og stundum ekki.

 Starfsmaður námsversins fer svo tvisvar í viku inn í bæði annan og fjórða bekk til aðstoðar þar

Einnig er hluti af námsverinu notaður fyrir sérkennslu

Í síðustu viku var byrjað á að bjóða upp á námsaðstoð á unglingastigi bæði í morgun frímínútunum og hádegis fyrir unglingastigið. 

Kemur kannski á óvart, en þetta hafa nemendur nýtt sér vel frá fyrsta degi .

Megináherslur í námsverinu eru að búa til notalegt og friðsælt umhverfi þar sem nemendum gengur vel að einbeita sér að sínum verkefnum og ef að þau þurfa á aðstoð að halda er leitað í reynslubanka Haddýar sem hefur umsjón með námsverinu.

Námsverið virðist lofa góðu í þágu nemenda sem gagnleg viðbót við skólastarfið.